FIDE birti alþjóðleg skákstig í gær 1. nóvember 2024. Margir nýliðar eru á lista eins og oft eftir Íslandsmót skákfélaga. Vignir Vatnar Stefánsson (2530) er hæstur, Birkir Hallmundarson (1914) hækkaði mest og Helgi Áss Grétarsson (2441) var duglegastur.

Stigahæstu skákmenn og konur

Vignir Vatnar Stefánsson (2530) er enn hæstur íslenskra skákmanna þrátt fyrir að hafa misst 11 stig í mánuðinum. Mestu hækkun á topp 20 listanum náði Hilmir Freyr Heimisson (2409) sem hækkaði um 25 stig.

Olga Prudnykova (2274) er hæst skákkvenna en Lenka Ptácníková (2106) hækkaði um 32 stig í mánuðinum og styrkti stöðu sína í 2. sæti.

Ungir og gamlir

Alexandr Domalchuk-Jonasson (2399) styrkti stöðu sína sem stigahæsti u20 skákmaður landsins en hann hækkaði um 15 stig í mánuðinum.

Á vizkualdrinum er Hannes Hlífar Stefánsson (2485) enn hæstur en Helgi Ólafsson (2466) komst úr 4. sæti upp í 2. án þess að hækka í stigum.

Breytingar

Birkir Hallmundarson (1914) hækkaði mest í mánuðinum eða um 90 stig. Benedikt Þórisson (2079) hækkaði um 79 stig og Karma Halldórson (1655) náði sér í 1655 stig meðal annars með sigri í bikarsyrpu TR.

Aðrar eftirtektarverðar hækkarnir eru 59 stiga hækkun Símons Þórhallssonar (2223) og 45 stiga hækkun Olivers Jóhannessonar (2216)

Duglegustu skákmenn

Helgi Áss Grétarsson (2441) bar af í mánuðinum með 23 skákir og 1 mjög áhugaverðan fyrirlestur hjá Taflfélagi Garðabæjar.

Nýliðar

14 nýliðar koma inn á listann eftir október mánuð. Oddur Ingimarsson (1888) er þeirra stigahæstur.

Reiknuð mót

Eftirfarandi kappskákmót voruð reiknuð til stiga á Íslandi í mánuðinum:

  • Haustmót SA
  • Íslandsmót Skákfélaga
  • Bikarsyrpa TR I
- Auglýsing -