Áskell Örn Kárason að tafli í Drammen. Mynd: Morthen Auke.

Alþjóðlegi meistarinn Áskell Örn Kárason lauk í dag leik á EM 65+ sem fram fór á Lignano á Ítalíu. Áskell tapaði í lokaumferðinni fyrir ensku skákgoðsögninni John Nunn!

Upp kom drekaafbrigði sikileyjarvarnar en Nunn valdi svokallaða Maroczy-bind uppstillingu sem gefur hvítum góða stjórn á stöðunni. Snemma í miðtaflinu náði Nunn góðum tökum á stöðunni og vann svo peð. Áskell reyndi eitthvað mótspil en Englendingurinn kæfði það nánast í fæðingu og vann nokkuð auðveldlega.

Þrátt fyrir tapið má Áskell vel við una. Hann endaði með 5,5 vinning af 9 mögulegum og lokasætið varð 15. sætið…einu ofar en gamla góða Eurovision-sætið! Elóstigafjöldinn eykst um tæp 36 og kemur lóðbeint inn í íslenska stigahagkerfið.

Zurab Sturua náði Evrópumeistaratitlinum en hann endaði með 7,5 vinning og næstur á eftir honum 7 vinninga eftir að hafa haldið velli með svörtu í toppbaráttuskák gegn Ljubomir Ftacnik.

- Auglýsing -