Heimsmeistaramót Ungmenna í flokkum U18, U16 og U14 hélt áfram í gær í Florianopolis í Brasilíu. Ísland á einn keppenda á mótinu en Josef Omarsson (2047) tekur þátt í U14 flokknum. Josef er númer 31 í stigaröð af 118 keppendum. Josef hafði 2,5 vinning eftir 4 umferðir.

Josef stýrði hvítu mönnunum gegn heimamanninum Henrique Galvan Calcada (1876) og samkvæmt heimildum Skak.is vann Josef nokkuð góðan og þægilegan tæknisigur. Josef hafði hvítt í Nimzo-indverskri vörn, vann peð og nýtti peðameirihluta á drottningarvæng til að ná sér í drottningu.

Í sjöttu umferð hefur Josef svart gegn Ethan Chua (2137) frá Hollandi. Að lokinni sjöttu umferð tekur við frídagur á mótinu áður en lokaumferðirnar verða háðar.

Umferðir hefjast að jafnaði um 18:00 að íslenskum tíma og útsendingar 18:15.

- Auglýsing -