FIDE birti alþjóðleg atskákstig 1. nóvember sl. sem er áhugavert að skoða fyrir atskákkeppni taflfélaga sem hefst á morgun. Það boðar gott fyrir Taflfélag Reykjavíkur að félagsmenn þess toppa alla flokka þennan mánuðinn.

Stigahæstu menn og konur

Þröstur Þórhallsson (2468) er enn stigahæstur en aðeins tveir á topp 20 tefldu atskákir í mánuðinum. Olga Prudnykova (2164) er stigahæst kvenna en Lenka Ptácniková (2130) var sú eina á topp 20 sem tefldi í mánuðinum og minnkaði forskot Olgu um 19 stig.

Ungir og gamlir

Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2284) er stigahæstur ungmenna og áðurnefndur Þröstur Þórhallsson er stigahæstur á vizkualdrinum.

Breytingar

Tveir félagar úr TR náðu samtals rúmlega 300 stiga hækkun í mánuðinum. Þór Jökull Guðbrandsson (1681) hækkaði um 168 stig og Karma Halldórsson (1665) hækkaði um 134 stig.

Flestar skákir

Kristófer Orri Guðmundsson (2006) tefldi 24 skákir í mánuðinum og með 42 stiga hækkun fór hann uppfyrir 2000 stig.

Nýliðar

5 koma nýir inn á lista, þeirra stigahæstur er Hrafn Arnarson með 1794 stig.

- Auglýsing -