Kristján Örn Elíasson hefur um margra mánaða skeið stjórnað, ákaflega vel heppnuðum, vikulegum útvarpsþáttum, á miðvikudögum, á Útvarpi Sögu – sem heita; Við skákborðið.
Í gær mætti Björn Þorfinnsson í Skipholtið. Í kynningu um þáttinn segir:
Gestur Kristjáns Arnar í þættinum í dag er Björn Þorfinnsson ritstjóri DV.is. Hann var útnefndur alþjóðlegur meistari í skák árið 2009 og hefur náð tveimur áföngum að stórmeistaratitli. Það er því engu logið þegar fullyrt er að hann sé í hópi sterkustu skákmanna landsins. Þeir félagar, Björn og Kristján, fóru um víðan völl og ræddu meðal annars um atskákkeppni taflfélaga sem lauk í gær, liðsgöngu Björns í Taflfélag Vestmanneyja, Íslandsmótið í netskák sem er rúmlega hálfnað, EM félagsliða í haust, EM einstaklinga sem er framundan, Arsenal-mótið í London í byrjun desember, skemmtileg kráarmót á Bretlandseyjum, heimsmeistaraeinvígið í skák sem hefst í Singapúr 25. nóvember nk. á milli Kínverjans Ding Liren (32 ára) ríkjandi heimsmeistara og áskorandans Gukesh Dommaraju (18 ára) frá Indlandi og margt fleira sem hlusta má í spilaranum.
Eldri þætti má nálgast hér á Spotity.
- Auglýsing -