FIDE birti alþjóðleg hraðskákstig þann 1. nóv sl.
Stigahæstu menn og konur
Vignir Vatnar Stefánsson (2485) er enn stigahæstur íslenskra skákmanna þrátt fyrir að hafa misst 10 stig í mánuðinum. Olga Prudnykova (2143) er stigahæst kvenna.
Ungir og gamlir
Alexandr Domalchuk-Jonasson (2295) hækkaði um 36 stig í mánuðinum og er enn stigahæstur ungmenna. Litlar breytingar voru hjá skákmönnum á vizkualdrinum en Hannes Hlífar Stefánsson (2434) er enn efstur þar.
Breytingar
Pétur Úlfar Ernisson (1742) komst í 100 stiga klúbbinn með 109 stiga hækkun í mánuðinum. Viacheslav Kramareno (1628) hækkaði um 76 stig og þá komst greinarhöfundur í fyrsta skipti upp í 1900 stig með 73 stiga hækkun í mánuðinum.
Flestar skákir
Kristján Örn Elíasson (1930) var duglegasti hraðskákmaður mánaðarins með 50 skákir en Björgvin Kristbergsson (1414) var líka mjög virkur með 39 skákir.