Josef Omarsson (2047) varð að sætta sig við tap í níundu umferð á Heimsmeistaramóti Ungmenna í flokki U14  í Florianopolis í Brasilíu.

Josef hafði hvítt gegn Mongólanum Batbayar Sergelen (1810). Josef lagði of mikið á stöðuna gegn Semi-Tarrach vörn og Mongólinn fékk of hættulegt mótspil á drottningarvæng sem hann nýtti sér.

Tíunda umferð er nýhafin og þar hefur Josef svart gegn Indverjanum Bhatt Abheek (1816).

Umferðir hefjast að jafnaði um 18:00 að íslenskum tíma og útsendingar 18:15. Josef er númer 31 í stigaröð af 118 keppendum.

- Auglýsing -