Fyrsta mót í nýrri bikarsyrpu stúlkna hefst laugardaginn 9. nóvember kl. 13. Það er Kvennaskáknefnd Skáksambands Íslands sem stendur fyrir mótaröðinni, í samstarfi við skákfélög. Mót syrpunnar verða fjögur talsins og tefldar verða 7 umferðir eftir svissneska kerfinu með tímamörkunum 5 3 á skák.

Fyrsta mótið er unnið í samvinnu við Skákdeild Fjölnis, og fer fram í Rimaskóla, en í skákdeild Fjölnis má finna einn stærsta hóp skákstúlkna á landinu. Mótið er opið öllum stúlkum á grunnskólaaldri, og teflt verður í tveimur flokkum: 1.-4. bekkur og 5.-10. bekkur. Hressing verður í boði um miðbik móts.

Verðlaun í eldri flokki:

  1. verðlaun: 3 einkatímar hjá Skákskóla Íslands auk áskriftar á vignirvatnar.is
  2. verðlaun: 2 einkatímar hjá Skákskóla Íslands auk áskriftar á vignirvatnar.is
  3. verðlaun: Áskrift hjá vignirvatnar.is

Verðlaun í yngri flokki:

  1. verðlaun: 3 einkatímar hjá Skákskóla Íslands auk áskriftar á chess.com
  2. verðlaun: 2 einkatímar hjá Skákskóla Íslands auk áskriftar á chess.com
  3. verðlaun: Demantaáskrift á chess.com

Markmið mótaraðarinnar er að efla tengingu milli stúlkna á höfuðborgarsvæðinu og út á landi. Vegleg verðlaun verða veitt samanlögðum sigurvegurum mótaraðarinnar við lok 4. móts. Næsta mót í mótaröðinni fer fram 11. janúar 2025 í samstarfi við skákdeild KR!

Skráning fer fram í gegnum skráningarform hér að neðan. Hlökkum til að sjá ykkur!

Skráningarform

- Auglýsing -