Heimsmeistarinn Ding Liren frá Kína varð að sætta sig við jafntefli með hvítu í fjórðu skákinni í heimsmeistaraeinvíginu í Singapúr í dag. Áskorandinn frá Indlandi, hinn 18 ára Dommaraju Gukesh lenti ekki í vandræðum þrátt fyrir að Ding hafi boðið upp á frumlega leið í Reti-byrjun með snemmbúnum Biskup til a3 leik.
Ding lék 1.e4 í skák númer tvö þar sem hann hafði hvítt en viðurkenndi bara blákalt að vera eilítið óöruggur í ýmsum leiðum en aðstoðarmenn hans hefðu mælt með e4 sem Ding hefur ekki mikið teflt í gegnum tíðina. Því mátt e.t.v. búast við að Ding færi aðrar leiðir í fjórðu skákinni sem hann og gerði.
Fyrir valinu varð 1.Rf3, Reti-byrjun og í kjölfarið peð til e3 í 2. leik. Ding leit á stöðuna sem hálfgerðan drottningarindverja með skiptum litum og nálgaðist þannig. 5.Ba3!? var óvenjuleg hugmynd en þó ekki alveg ný af nálinni.
Fylgdu þeir nýlegri skák So og Giri og virtist Ding ætla að tefla upp á eitthvað smá „juð“ á drottningarvængnum. Lítið varð úr þessu juði og staðan einfaldaðist mjög fljótt og í raun lítið að frétta í þessari skák.
Ding þarf eitthvað aðeins meira majónes á hvítu byrjanirnar ef hann ætlar sér eitthvað í þessu einvígi!
Blaðamannafundur
Hikaru Nakamura bregst við blaðamannafundinum eftir fjórðu skákina
Fimmta skákin fer fram á laugardaginn. Skákirnar hefjast klukkan 09:00 á íslenskum tíma. Tefldar eru þrjár skákir og svo er frídagur.
- Heimasíða einvígisins
- Skákir einvígisins á lichess
- Skákir einvígisins á chess.com
- Ofurtölvurannsóknir Sesse
Stúderingar á skák #4:
Skákmenn eru eiginlega „yfirspilltir“ þegar kemur að aðgengi að efni frá heimsklassaskákmönnum. Hér að neðan eru nokkur dæmi um stúderingar á 4. skákinni. Þeir sem hafa verið að gera vídeó-samantektir hingað til eru menn eins og Carlsen, Caruana og Hikaru ásamt Kramnik tjá sig um gang mála!
Anish Giri stórmeistari
Arturs Neiksans – stórmeistari
Vladimir Kramnik 14. heimsmeistari í skák