FIDE birti ný alþjóðleg skákstig í dag. Vignir Vatnar bætir enn í forskot sitt og tefldi mest, Örvar Hólm hækkaði mest og aukin samkeppni á vizkualdrinum!

Stigahæstu skákmenn og konur

Vignir Vatnar Stefánsson (2550) hækkaði um 13 stig í mánuðinum en annars voru litlar breytingar á efstu mönnum. Olga Prudnykova (2274) er áfram efst kvenna.

Ungir og gamlir

Þar sem flokkarnir ráðast af fæðingarári þá bjóðum við Héðin Steingrímsson (2492) velkominn á vizkualdurinn! Hann tekur þar með toppsætið af Helga Ólafssyni (2466). Sigurbjörn Björnsson (2305) er líka kominn á vizkualdurinn þannig að samkeppnin eykst mikið í þeim flokki.

Aleksandr Domlachuk-Jonasson (2381) er með gott forskot í U20 flokknum. Benedikt Briem (2176) hækkaði um 44 stig og færðist nær Aleksandr.

Breytingar

Örvar Hólm Brynjarsson (1754) hækkaði mest í mánuðinum eða um 75 stig. Markús Orri Óskarsson (2025) hækkaði um 50 stig og steig upp fyrir 2000 stigin.

Duglegustu skákmenn

Vignir Vatnar sýnir að það er ekki tilviljun að hann sé á toppnum því hann er líka að tefla mest en hann tefldi annan hvern dag í desember.

- Auglýsing -