FIDE birti atskák og hraðskákstig 1. janúar sl. Engar breytingar voru á toppsætunum en 5 hækkuðu um meira en 100 stig í hraðskák og Gauti Páll tefldi 78 hraðskákir.

Atskák

Efstu skákmenn og skákkonur

Engar breytingar voru á efstu mönnum en nýkrýndur Íslandsmeistari í atskák Dagur Ragnarsson (2366) hækkaði mest af efstu mönnum. Þröstur Þórhallsson (2463) er enn efstur.

Lenka Ptácniková (2106) er efst skákkvenna en hún jók forskot sitt í mánuðinum.

Ungir og gamlir

Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2287) er efstur í U20 flokknum en áðurnefndur Þröstur Þórhallsson efstur á vizkualdrinum.

Hraðskák

Efstu skákmenn og skákkonur

Vignir Vatnar Stefánsson (2546) jók forskot sitt vel í fyrsta sætinu með ferð sinni á Emirates völlinn. Hilmir Freyr Heimisson (2421) tók stórt stökk upp í 3. sætið. Nýkrýndur Íslandsmeistari Helgi Áss Grétarsson (2400) hækkaði um 20 stig og er í 7. sæti.

Olga Prudnykova (2116) er stigahæst skákkvenna lækkun hjá henni og mikil hækkun hjá Lenku Ptácniková minnkaði forskot Olgu undir 100 stigin.

Ungir og gamlir

Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2242) er einnig stigahæstur U20 í hraðskák en mikil lækkun hjá honum og mikil hækkun hjá Ingvari Wu Skarphéðinssyni (2165) minnkaði forskot Aleksandr undir 100 stigin.

Á vizkualdrinum er Hannes Hlífar Stefánsson (2434) stigahæstur.

Breytingar

Í atskák hækkuðu Bárður Örn Birkisson (2163) og Alexander Oliver Mai (2120) um 61 stig.

Í hraðskák náðu 5 skákmenn í 100 stiga klúbbinn. Gunnar Erik Guðmundsson (2046) leiðir hækkunina með 109 stig en Iðunn Helgadóttir (1858) og Lenku Ptácniková hækkuðu um 108 stig. Áðurnefndur Ingvar Wu og Birkir Ísak Jóhannsson (2291) náðu líka 100 stiga hækkun.

Duglegustu skákmenn

Helgi Áss Grétarsson tefldi bæði á Íslandsmótinu í atskák og sjálfu heimsmeistaramótinu og var því duglegasti atskákmaður mánaðarins. Gauti Páll Jónsson eltir að vanda upp allar hraðskákir sem hann getur teflt í desember og náði 78 í heildina. Dagur Ragnarsson var í öðru sæti með 61 en hann á einmitt metið (eftir því sem ég best veit) með 94 hraðskákir í einum mánuði.

Nýir á lista

Kappskák

 

Atskák

Hraðskák

- Auglýsing -