Kristján Örn Elíasson hefur um margra mánaða skeið stjórnað, ákaflega vel heppnuðum, vikulegum útvarpsþáttum, á miðvikudögum, á Útvarpi Sögu – sem heita; Við skákborðið.
Fyrr í dag mætti FIDE-meistarinn, Halldór Grétar Einarsson, í Skiptholtið og ræddi meðal annars afreksstefnu Breiðabliks og ágreining FIDE og mótshaldara Freestyle-mótanna.
Halldór Grétar Einarsson, FIDE meistari og formaður meistaraflokksráðs Breiðabliks er gestur Kristjáns Arnar í þættinum í dag. Halldór ræðir afreksstefnu skákdeildar Breiðabliks og segir að ýmsum markmiðum deildarinnar hafi þegar verið náð. Máli sínu til stuðnings bendir hann meðal annars á árangur Blika í Skákþingi Reykjavíkur sem nú stendur yfir en 7. umferð þingsins verður tefld í kvöld. Þeir félagarnir ræða Title Tuesday netskákmótin á skákvefþjóninum Chess.com en nokkrir Íslendingar tefla þar reglulega eða á hverjum þriðjudegi eins og nafnið ber með sér. Þeir einir hafa þátttökurétt sem hafa fengið úthlutaðri nafnbót hjá FIDE, allt frá stórmeistaratitli (GM) og niður í kandídatatitil (CM). Þeir Halldór og Kristján tala um fjölsótta afmælisveislu Friðriks Ólafssonar sem haldin var í Hörðunni sl. sunnudag en þá fagnaði fyrsti og sterkasti stórmeistari Íslendinga fyrr og síðar 90 ára stórafmæli sínu. Fleira kemur til tals í þættinum eins og ágreiningur FIDE og nýs sambands eða félagsskapar sem heitir Free Style Chess, pólitísk afskipti eða umdeilt bann skáksambanda Norðurlandaþjóðanna á þátttöku skákmanna frá Rússlandi á mótum á Norðurlöndum vegna stríðsins í Úkraínu og margt fleira.
Eldri þætti má nálgast hér á Spotity.