FIDE hefur birt ný alþjóðleg skákstig fyrir 1. mars 2025. Guðrún Fanney Briem hækkaði mest og tefldi mest í mánuðinum.
Athugið að deildarkeppni skákfélaga er ekki inn í þessum tölum, hún kemur inn 1. apríl.
Stigahæstu skákmenn og skákkonur
Vignir Vatnar Stefánsson (2551) fór yfir 2550 stiga múrinn í mánuðinum og er stigahæstur íslenskra skákmanna. Flestir aðrir á topp 20 listanum sem voru virkir í mánuðinum lækkuðu í stigum.
Olga Prudnykova (2274) er áfram stigahæst skákkvenna.
Stigahæstu ungir og gamlir
Það var mikil virkni hjá ungum skákmönnum í mánuðinum. Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2374) er enn efstur með en Benedikt Briem (2233) hækkaði um 40 stig í mánuðinum og fór upp fyrir 2200 stig.
Héðinn Steingrímsson (2492) er hæstur á vizkualdrinum.
Mestu hækkanir
Guðrún Fanney Briem (1868) fór í víking í mánuðinum og sótti sér 96 stig. Haukur Víðis Leósson (1811) og Josef Omarsson (2023) hækkuðu báðir um meira en 70 stig.
Duglegustu skákmenn
Guðrún Fanney hækkaði ekki bara mest heldur tefldi hún líka mest í mánuðinum, en hún náði 16 kappskákum.
Nýir á lista
Tveir nýir skákmenn koma inn á kappskákstigalistann. Guðmundur Ludvigsson með 1710 stig og Baldur Thoroddsen með 1597 stig.