Síðustu einvígi átta manna úrslita á Síminn Invitational klárast í kvöld. Fyrir viku tryggðu þeir Helgi Ólafsson og Hannes Hlífar sér farseðilinn í undanúrslitin -> Helgi og Hannes tryggðu farmiðann í undanúrslitin | Skak.is

Í kvöld eru tvö sæti til viðbótar í húfi en þá mætast annars vegar: Vignir Vatnar Stefánsson gegn Símoni Þórhallssyni og hinsvegar Aleksandr Domalchuk-Jonasson gegn Hilmi Frey Heimissyni. Útsending hefst í kringum 18:00 á streymisrásum Rafíþróttasambandsins og Sjónvarpi Símans. Hart verður barist enda mikið í húfi!

Beinar útsendingar RÍSÍ

Það er RÍSÍ sem heldur mótið í samstarfi við SÍ. Styrktaraðilar keppninnar eru Síminn, Lengjan, Collab og Ljósleiðarinn.

„Bracket“ mótsins má sjá hér að neðan:

9. janúar

  • Helgi Ólafsson – Halldór B. Halldórsson 4-0
  • Jóhann Hjartarson – Ingvar Þór Jóhannesson 2-4

26. janúar

  • Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir – Bragi Þorfinnsson 0-4
  • Helgi Áss Grétarsson – Hannes Hlífar Stefánsson 0-4
  • Björn Þorfinnsson – Aleksandr Domalchuk-Jonasson 4-2

9. febrúar

  • Davíð Kjartansson – Símon Þórhallsson 3-4
  • Hilmir Freyr Heimisson – Dagur Ragnarsson 3,5-2,5
  • Guðmundur Kjartansson – Vignir Vatnar Stefánsson 1-4

Átta manna úrslit fara fram 9. og 16. mars. Teflt verður á hverjum sunnudegi þar til mótinu lýkur 6. apríl með úrslitum.

Í átta manna úrslitum mætast:

9. mars

  • Bragi Þorfinnsson – Hannes Hlífar Stefánsson 2,5-3,5
  • Helgi Ólafsson – Ingvar Þór Jóhannesson 3,5-0,5

16. mars

  • Aleksandr – Hilmir
  • Vignir – Símon
- Auglýsing -