Undanúrslit Síminn Invitational hefjast í kvöld. Stórmeistararnir Hannes Hlífar Stefánsson og Helgi Ólafsson mætast þá í fyrri viðureign undanúrslita.
Björn Ívar Karlsson og Helgi Áss Grétarsson verða með skákskýringar í kvöld.
Útsending hefst í kringum 18:00 á streymisrásum Rafíþróttasambandsins og Sjónvarpi Símans. Sá vinnur sem fyrr kemst í 5½ vinning. Verði jafnt eftir tíu skákir verður teflt til þrautar.
Seinni viðureign undanúrslita fer fram 30. mars nk. Þá mætast Aleksandr Domalchuk-Jonasson og Vignir Vatnar Stefánsson.
Það er RÍSÍ sem heldur mótið í samstarfi við SÍ. Styrktaraðilar keppninnar eru Síminn, Lengjan, Collab og Ljósleiðarinn.
„Bracket“ mótsins má sjá hér að neðan:
- Auglýsing -