Dagur Ragnarsson Fjölnismaður (Mynd: Hallfríður Sigurðardóttir)

Evrópumót landsliða fer fram í Batumi í Georgíu dagana 5.-14. október. Fram að móti munum við kynna EM-faranna, einn á dag. Í dag kynnum við til leiks liðsmann, Dag Ragnarsson, sem teflir í annað skipti á EM landsliða – og aftur í Batumi!

Nafn:

Dagur Ragnarsson

Félag:

Fjölnir

Hversu oft hefurðu farið á EM landsliða?

Einungis einu sinni í Batumi Georgíu árið 2019!

Á hvaða ertu að horfa á Netflix (eða annarri veitu) þessa dagana?

Suits og Desperate Housewives

Uppáhaldsskákmaður og af hverju?

Magnús Carlsen í gegnum árin en uppá síðkastið myndi ég segja Erigaisi

Verður ManU í efri eða neðri helmingi úrvalsdeildarinnar?

Þeir verða allavega fyrir ofan Grimsby

Uppáhaldskákbyrjun og af hverju?

Schlecter-Slavnesk vörn. Býður uppá mjög dýnamískar stöður en svartur þarf að vita hvar hann á að geyma kallana sína og hvaða peðsleikjum hann þarf að leika.

Hvernig slakarðu á milli umferða á mótum?

Ég reyni yfirleitt bara að borða og sofa vel. Gott að hlusta á smá Creedence Clearwater eða The Doors fyrir og eftir skákir.

Batumi hefur stundum verið líkt við borg í Bandaríkjunum? Gætirðu nefnt hvaða?

Erum við að tala um Bakersfield California suðvestur við Las Vegas?

Georgía hefur átt margar þekktar skákkonur. Hverja telur þú þá næstþekktustu?

Geri ráð fyrir því að Nona sé þekktust en næst myndi ég segja Keti.

Hver verður andstæðingur Gukesh í næsta HM-einvígi?

Ég vil sjá Giri vinna Áskorendamótið.

Hvaða bók ertu að lesa þessa dagana?

Er að lesa Zlotnik’s Middlegame Manual og svo skáldsöguna 1984.

Hvernig er þínum undirbúningi (skáklegum, andlegum og líkamlegum) háttað fyrir EM landsliða nú?

Er núna að tefla á Haustmótinu sem er fín upphitun. Stunda reglulega góða líkamsrækt og svo legg ég mikla áherslu að reyna sofa vel.

Hvernig tengist kvikmyndin Tinder Swindler borginni Batumi?

Hann var handtekinn í Batumi um daginn. Það er eina sem mér dettur í hug.

Markmið þín á mótinu?

Tefla vel fyrir liðið og að betrumbæta mig sem skákmann.

Hverja telur þú líklegasta Evrópumeistara?

Þjóðverjarnir eru líklegir.

Áfram?

Gauti

- Auglýsing -