Le Kock lokamót!

    0
    44
    Hvenær:
    3. desember, 2025 @ 19:30 – 22:00
    2025-12-03T19:30:00-01:00
    2025-12-03T22:00:00-01:00
    Hvar:
    Le Kock
    Tryggvagata 12
    101 Reykjavík
    Ísland
    Gjald:
    3000

    Nú er komið að lokamótinu á Le Kock mótaröðinni sem haldið er í samvinnu VignirVatnar.is við Le Kock og Ölvisholt. Áttunda mótið fer fram miðvikudagskvöldið 3. desember kl 19.30 á Le kock. (Tryggvagata 14, 101 Reykjavík). Til mikils er að keppa en hörð barátta er um að komast á lokamótið sem fram fer í janúar á nýju ári. Nokkrir skákmenn sem standa utan topp 12 þurfa að eiga gott mót á lokamótinu til að ná stigum.

    Sigurvegarar á mótunum hingað til hafa verið eftirfarandi: Fyrsta mótið fór fram í maí þar sem stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson varð hlutskarpastur. Mót númer tvö vann Vignir Vatnar sjálfur eins og þriðja mótiðRóbert Lagerman tók svo fjórða mótið og Örn Leó það fimmta það var svo Vignir Vatnar sem vann sjötta. Stórmeistarinn Helgi Áss vann sigur á síðasta móti, því sjöunda.

    Mótin verða 8 í heildina og eru dagsetningarnar á þeim yfirleitt fyrsti miðvikudagurinn í hverjum mánuði.

    Tefldar verða 9 umferðir með tímamörkunum 3+2 og á öllum mótunum verða verðlaun eftirfarandi:

    1. 60,000kr + Gjafakarfa frá Innnes

    2. 40,000kr + Gjafakarfa frá Innnes

    3. 20,000kr + Gjafakarfa frá Innnes

    U2000: 10,000kr gjafabréf á Le kock og Deig + Gjafakarfa frá Innnes

    Efsti stigalausi: 10,000kr gjafabréf á Le kock og Deig + Gjafakarfa frá Innnes

    Efsta konan: 10,000kr gjafabréf á Le kock og Deig + Gjafakarfa frá Innnes

    Öll mótin verða reiknuð til alþjóðlegra skákstiga.

    Stigagjöfin verður með Eurovision stigakerfi. 

    Svona verða stigin eftir sætum, frá fyrsta og niður: 12, 10, 8, 7, 6, 5, 4, 3, 2, 1.

    Stig í mótaröðinni eftir sjö mót

    Eins og sjá má hafa sjö skákmenn tryggt sig áfram á Lokamótið en ljóst að baráttan á áttunda mótinu verður gróthörð um síðustu sætin! Hægt er að sjá stöðuna á Google Sheets.

    Fyrsta mótið fór fram í maí þar sem stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson varð hlutskarpastur. Mót númer tvö vann Vignir Vatnar sjálfur eins og þriðja mótiðRóbert Lagerman tók svo fjórða mótið og Örn Leó það fimmta það var svo Vignir Vatnar sem vann sjötta. Stórmeistarinn Helgi Áss vann sigur á síðasta móti, því sjöunda.

    12 efstu keppendur á samanlögðum stigum (6/8 bestu mótum gilda) tefla svo til úrslita í beinni útsendingu, þar verða verðlaunin eftirfarandi:

    1. X TBA
    2. X TBA
    3. X TBA

    Þátttökugjald á mótið er 3.000kr 

    Áskrifendur VignirVatnar.is fá frítt í mótið!

    Kennitala: 570418-2030

    Reikningsnúmer: 0133-26-013982

    Mótið er opið fyrir öllum en keppendur undir 15 þurfa að vera með forráðamann með sér.

    Hlökkum til að sjá ykkur á þessum frábæra veitingastað!

    Kær kveðja, Le Kock og VignirVatnar.is.

    - Auglýsing -