Vináttuleikur: Team Iceland gegn Team India

  0
  381
  Hvenær:
  5. júlí, 2019 @ 13:00
  2019-07-05T13:00:00+00:00
  2019-07-05T13:15:00+00:00
  Hvar:
  chess.com
  Gjald:
  Ókeypis
  Tengiliður:
  Tómas Veigar Sigurðarson
  6621455

  Team Iceland mætir Indlandi í vináttuleik föstudaginn 5. júlí kl. 13:00.

  Indland er nýtt lið í Heimsmótinu í netskák og er að ljúka við að tefla fjórar vináttukeppnir svo þeir uppfylli kröfur um að taka þátt í Heimsmótinu sem er að hefjast í næstu viku.

  Tímamörk eru 3+0 og ætti þetta því að taka stutta stund.

  Indland er með stærsta liðið á Chess.com og því ómögulegt að segja til um hverjir mæta til leiks. Ekki er þó gert ráð fyrir að þeir mæti með mjög sterkt lið í þessar vináttukeppnir, enda aðeins formsatriði að ljúka þeim.

  Tengill: https://www.chess.com/live#tm=3507

  Nýliðar

  Nýliðar af öllum stærðum og gerðum eru ávallt velkomnir í Team Iceland. Það eina sem þarf að gera er að fara hér – https://www.chess.com/club/team-iceland- og smella á join!

  Heimasíða liðsins

  Team Iceland er með síðu á Facebook – https://www.facebook.com/chessteamiceland – Þar sem ávallt er hægt að finna upplýsingar um næstu viðburði.

   

  - Auglýsing -