Íslandsmót barnaskólasveita, 1.-3. bekkur, fór fram laugardaginn 8. mars í Rimaskóla. Keppnin var æsispennandi. Svo fór að Hofsstaðaskóli frá Garðabæ vann sigur með minnsta mun. Sveitin hlaut 22½ vinning af 28 mögulegum. Aðeins hálfum vinning meira en Rimaskóli sem varð í öðru sæti. Söguleg tíðindi en þetta mun vera í fyrsta skipti sem sveit frá Garðabæ fagnar sigri á skólamóti. Skáksveit Vesturbæjarskóla verð í þriðja sæti.

Sveit Íslandsmeistara Hofstaðastóla skipuðu
- Jakob Þór Emilsson
- Þorvaldur Orri Haraldsson
- Helgi Þór Hallgrímsson
- Benedikt Dagur Freysson
Liðsstjóri var Harald Björnsson.

Silfursveit Rimaskóla skipuðu:
- Alexander Leó Óskarsson
- Mikael Már Atlason
- Sævar Svan Valdimarsson
- Patrekur Eiríksson
Liðsstjóri var Helgi Árnason

Bronssveit Vesturbæjarskóla skipuðu
- Dagur Sverirsson
- Vakur Hugasson
- Hafliði Evert Arnarsson
- Jón Fenrir Ragnarsson
Liðsstjóri var Ewelina Osmialowska
Rimaskóli fór mikinn á mótinu og urðu b- og c-veitir skólans efstar slíkra sveita.

B-sveit Rimaskóla skipuðu:
- Kristófer Jökull Sigurðsson
- Tómas Breki Jónsson
- Adam Óskarsson
- Elsa María Bachadóttir
Liðsstjóri var Helgi Árnason

C-sveit Rimaskóla skipuðu:
- Lea Ingadóttir
- Anna Kristín Hauksdóttir
- Ágústa Ragna Magnúsdóttir
- Ásta Sóllilja Marteinsdóttir
- Hildur Freyja Sigurgísladóttir
Liðsstjóri var Helgi Árnason
Veitt fyrir borðaverðlaun fyrir alla sem fengu 6 vinninga eða fleiri. Fengu þeir að gjöf skáksett og nýjasta eintak Tímaritsins Skákar.

Borðaverðlaun
1.borð
- Miroslava Skibina 7 Landakotsskóli
- Hafþór Haarde Vignisson 7 Melaskóli
- Dagur Sverrisson 6 Vesturbæjarskóli A-sveit
2.borð
- Alexander Dagur 7 Vatsendaskóli
- Tauras Nareika 6 Vesturbæjarskóli B-sveit
- Þorvaldur Orri Haraldsson 6 Hofsstaðaskóli
- Mikael Már Atlason 6 Rimaskóli A-sveit
- borð
- Sævar Svan Valdimarsson 7 Rimaskóli A-sveit
4.borð
- Benedikt Dagur Freysson 7 Hofsstaðaskóli
- Elsa María Bachadóttir 6 Rimaskóli B-sveit
Mótið var undir öruggri mótsstjórn Jóhönnu Bjargar Jóhannsdóttur. Auk hennar sáu Daði Ómarsson, Róbert Lagerman, Auðbergur Magnússon og Hrund Hauksdóttir um skákstjórn.
Minnt er á Íslandsmót barnaskólasveita, 4.-7. bekkur, sem fram fer í 29. mars og Íslandsmót grunnskólasveita, 8.-10. bekkur, sem fram fer 30. mars. Nánari upplýsingar um mótið