Íslandsmeistarar Hofsstaðaskóla ásamt liðsstjóra og varaforseta SÍ

Íslandsmót barnaskólasveita, 1.-3. bekkur, fór fram laugardaginn 8. mars í Rimaskóla. Keppnin var æsispennandi. Svo fór að Hofsstaðaskóli frá Garðabæ vann sigur með minnsta mun. Sveitin hlaut 22½ vinning af 28 mögulegum. Aðeins hálfum vinning meira en Rimaskóli sem varð í öðru sæti. Söguleg tíðindi en þetta mun vera í fyrsta skipti sem sveit frá Garðabæ fagnar sigri á skólamóti. Skáksveit Vesturbæjarskóla verð í þriðja sæti.

Meðlimir þriggja efstu sveita mótsins voru kampakátir í mótslok.

Sveit Íslandsmeistara Hofstaðastóla skipuðu

  1. Jakob Þór Emilsson
  2. Þorvaldur Orri Haraldsson
  3. Helgi Þór Hallgrímsson
  4. Benedikt Dagur Freysson

Liðsstjóri var Harald Björnsson.

Silfursveit Rimaskóla

Silfursveit Rimaskóla skipuðu:

  1. Alexander Leó Óskarsson
  2. Mikael Már Atlason
  3. Sævar Svan Valdimarsson
  4. Patrekur Eiríksson

Liðsstjóri var Helgi Árnason

Bronssveita Vesturbæjarskóla ásamt liðsstjóra og varaforseta

Bronssveit Vesturbæjarskóla skipuðu

  1. Dagur Sverirsson
  2. Vakur Hugasson
  3. Hafliði Evert Arnarsson
  4. Jón Fenrir Ragnarsson

Liðsstjóri var Ewelina Osmialowska

Rimaskóli fór mikinn á mótinu og urðu b- og c-veitir skólans efstar slíkra sveita.

B-sveit Rimaskóla.

B-sveit Rimaskóla skipuðu:

  1. Kristófer Jökull Sigurðsson
  2. Tómas Breki Jónsson
  3. Adam Óskarsson
  4. Elsa María Bachadóttir

Liðsstjóri var Helgi Árnason

C-sveit Rimaskóla

C-sveit Rimaskóla skipuðu:

  1. Lea Ingadóttir
  2. Anna Kristín Hauksdóttir
  3. Ágústa Ragna Magnúsdóttir
  4. Ásta Sóllilja Marteinsdóttir
  5. Hildur Freyja Sigurgísladóttir

Liðsstjóri var Helgi Árnason

Lokastaðan á Chess-Results. 

Veitt fyrir borðaverðlaun fyrir alla sem fengu 6 vinninga eða fleiri. Fengu þeir að gjöf skáksett og nýjasta eintak Tímaritsins Skákar.

Borðaverðlaunahafar

Borðaverðlaun

1.borð

  • Miroslava Skibina 7 Landakotsskóli
  • Hafþór Haarde Vignisson 7 Melaskóli
  • Dagur Sverrisson 6 Vesturbæjarskóli A-sveit

2.borð

  • Alexander Dagur 7 Vatsendaskóli
  • Tauras Nareika 6 Vesturbæjarskóli B-sveit
  • Þorvaldur Orri Haraldsson 6 Hofsstaðaskóli
  • Mikael Már Atlason 6 Rimaskóli A-sveit
  1. borð
  • Sævar Svan Valdimarsson 7 Rimaskóli A-sveit

4.borð

  • Benedikt Dagur Freysson 7 Hofsstaðaskóli
  • Elsa María Bachadóttir 6 Rimaskóli B-sveit

Mótið var undir öruggri mótsstjórn Jóhönnu Bjargar Jóhannsdóttur. Auk hennar sáu Daði Ómarsson, Róbert Lagerman, Auðbergur Magnússon og Hrund Hauksdóttir um skákstjórn.

Minnt er á Íslandsmót barnaskólasveita, 4.-7. bekkur, sem fram fer í 29. mars og Íslandsmót grunnskólasveita, 8.-10. bekkur, sem fram fer 30. mars. Nánari upplýsingar um mótið