Stjórn Skáksambands Íslands afréð á fundi sínum í kvöld að fresta Íslandsmóti skákfélaga og aflýsa Reykjavíkurskákmótinu.
Þessi ákvörðun er tekin vegna útbreiðslu Covid-19 veirunnar og með hliðsjón af ráðleggingum embættis landlæknis Íslands um að skynsamlegast væri að fresta mótunum tveimur.
Stefnt er að því að halda Íslandsmót skákfélaga í síðari hluta maí að óbreyttu.
Önnur mót, þar með talinn landsliðs- og áskorendaflokkur Íslandsmótsins í skák og Íslandsmót barnaskólasveita, fara fram á áður tilgreindum tíma nema aðstæður krefjist annars.
Stjórn Skáksambands Íslands harmar að til þessarar ákvörðunar hafi komið. En í ljósi aðstæðna var það mat stjórnarinnar að þessi ákvörðun væri hin eina rétta í stöðunni