Mótaáætlun SÍ fyrir starfsárið 2025-26 liggur nú fyrir. Rétt er að árétta að um er að ræða áætlun sem getur tekið breytingum. Sér í lagi það sem lengra er frá í tíma.
Dagskrá SÍ innanlands starfsárið 2025-26 er áætluð sem hér segir:
- Íslandsmót í netskák (undanrásir) 27. ágúst
- Íslandsmótið í netskák (úrslit) 7. sep. – 30. nóv (flesta sunnudaga á Síminn Sport)
- Íslandsmót skákfélaga (13.-16. nóvember – staðfest)
- Íslandsmót ungmenna u8-u16 (29. nóvember)
- Íslandsmót barna- og unglingasveita (30. nóvember)
- Friðriksmót Landsbankans – Íslandsmótið í hraðskák (6. desember)
- Íslandsmót kvenna í hraðskák (27. desember)
- Íslandsmót stúlknasveita (25. janúar)
- Skákdagurinn (26. janúar)
- Íslandsmót kvenna (stefnt á dagsetningarbilið 7.-15. febrúar)
- Íslandsmót skákfélaga (5.-8. mars – staðfest)
- Íslandsmót barnaskólasveita, 1.-3. bekkur (14. mars)
- Reykjavíkurskákmótið (25.-31. mars – staðfest)
- Íslandsmót skólasveita (18.-19. apríl)
- Skákþing Íslands – landsliðsflokkur (stefnt á dagsetningarbilið 30. apríl – 17. maí)
- Landsmótið í skólaskák í Ólafsvík (1.-3. maí)
- Aðalfundur SÍ (30. maí)
Þarna vantar inn í mótaáætlunina Íslandsmótið í atskák 2025 og áskorendaflokk Skákþings Íslands 2026. Ákvörðun um síðarnefnda mótið verður tekin eftir að dagsetningar og fyrirkomulag landsliðsflokk 2026 liggur fyrir Enn er ítrekað að um er að ræða áætlun.
Athugasemdum má koma í netfangið skaksamband@skaksamband.is. Einnig er áréttað að félög geta skráð eigin mót á mótaáætlun á skak.is.