Íslensku liðin unnu bæði góða og trausta sigra í 8. umferð á Ólympíuskákmótinu í Batumi.

Karlaliðið í opnum flokki lagði lið Kyrgystan. Hannes Hlífar Stefánsson tapaði sinni skák en Jóhann Hjartarson og Helgi Áss Grétarsson unnu sínar. Staðan 2-1 fyrir Ísland og Héðinn Steingrímsson gat tryggt vinninginn með því að semja jafntefli. Héðinn hinsvegar náði stórglæsilegu gegnumbroti í endatafli og vann sína skák og góður 3-1 sigur því í höfn.

Kvennaliðið vann einnig 3-1 sigur gegn Eþíópíu. Sigrar unnust með hvítu mönnunum og jafntefli með þeim svörtu. Nansý Davíðsdóttir setti tóninn snemma með snaggarlegum sigri og viðureignin aldrei í hættu. Vonir standa til þess að Lenka verði loks klár í bátana á morgun og íslenska liðið geti hafið góðan endasprett!

Níunda umferð verður sem fyrr klukkan 11:00 á morgun og við minnum á að forsetakosningar FIDE fara einnig fram á morgun.

- Auglýsing -