Siguringi Sigurjónsson,Hrafnkell Sigurðarson,Gunni Best, Svanhildur Róbertsdóttir, Kristólína Guðjónsdóttir,Flóvent Adhikari og Hjörtur Klemenzson.

Skákdeild U.M.F.G fór til Svíþjóðar í sína fyrstu keppnisferð með sex iðkendum a. nóvember síðastliðin. Farið var til Stokkhólmar á föstudagsmorgni og komið heim seint á sunnudagskvöldi. Ferðin var stutt og dálítið strembin með stífri taflmennsku en ungu keppendurnir náðu samt að skoða sig aðeins um í borginni á milli skákumferða. Börnin voru að keppa í fyrsta skipti skákir með alvöru tímamörkum og á svona alþjóðlegu móti. Reynslan dýrmæt og börnin lærðu mikið og vinningsfjöli ásættanlegur. 

Grindvíkingar, t.d. tefldu við sterka KR-ing á íslandsmóti skákfélaga

Skákdeildin skellti sér svo strax helgina eftir á Íslandsmót taflfélaga og í fylgd með eldri borgurum sem æfa líka skákina hjá U.M.F.G Öllum fannst mikið til koma að sjá alla þessa skákmenn saman komna og skemmtu sér vel alla helgina. Sveitin stóð sig vel í 4. deild og er orðin spennt fyrir seinni hlutanum. 

Sveit UMFG, t.d., var skemmtileg blanda af ungum og eldri skákmönnum.

Á myndinni sem er tekin af hópnum út í Svíþjóð má sjá. Siguringi Sigurjónsson,Hrafnkell Sigurðarson,Gunni Best, Svanhildur Róbertsdóttir, Kristólína Guðjónsdóttir,Flóvent Adhikari og Hjörtur Klemenzson.

- Auglýsing -