Stofan

Veglegt jólahraðskákmót mun fara fram í húsakynnum Stofunnar, við Vesturgötu 3 næstkomandi mánudag, 3. des. kl. 20:00.

Mótið verður reiknað til hraðskákstiga FIDE og tefldar verða níu umferðir með þriggja mínútna umhugsunartíma þar sem tvær sekúndur bætast við klukkuna eftir hvern leik. Skipuleggjendur eru Elvar Örn Hjaltason og Héðinn Briem og verður Róbert Lagerman einnig til taks í dómgæslunni ef einhver vafamál líta dagsins ljós.

Þátttökugjald: 0 kr. (Frítt!)

Veittir verða verðlaunapeningar fyrir efstu þrjú sætin auk peningaverðlauna eða gjafabréfs á Stofuna. Ekki er ólíklegt að útdráttarverðlaun fylgi í lok móts sem allir keppendur munu eiga möguleika á að hreppa.

Fyrstu verðlaun: 10.000 kr. peningaverðlaun.

Önnur verðlaun: 3000 kr. gjafabréf sem gildir á Stofunni.

Þriðju verðlaun: 2000 kr. gjafabréf sem gildir á Stofunni.

Mótinu mun væntanlega ljúka um ellefuleytið eða þar um bil (kl. 23:00).

Hægt er að skrá sig í skráningarforminu hér að neðan en einnig verður hægt að skrá sig á staðnum.

Skráningartengill: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSdbidF5X4YI7ZoxR1CRX0jSx5GQxkyUJ9qFRE10r112qGMLbQ/viewform

Upplýsingar um þegar skráða keppendur má finna á Chess-Results: http://chess-results.com/tnr395446.aspx?lan=1&turdet=YES

- Auglýsing -