Vignir Vatnar að tafli á Mön Mynd: John Saunders/heimasíða mótsins

FIDE-meistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2271) hefur 4 vinninga eftir sex umferðir á alþjóðlega mótinu í Hastings. Hann hefur unnið tvær skákir í röð og er í 7.-16. sæti aðeins hálfum vinningi á eftir efstu mönnum. Í dag mætir hann enska stórmeistaranum Bogdan Lalic (2420). Guðmundur Kjartansson (2415) hefur 3½ vinning og mætir Íslandsvininum Alan Byron (2157) í dag.

Umferð dagsins hefst kl. 14:15.

- Auglýsing -