Hluti af samkomulagi Hugins og Skákdeildar Breiðabliks var að efla skákþjálfun fyrir c.a. 7-10 ára krakka í þeirra nærumhverfi. Hugmyndir er að vera með æfingar í nærumhverfinu fyrir þennan aldurshóp og á tíma sem hentar vel, t.d. eftir fótboltaæfingar hjá þessum aldursflokki. Þegar þau vaxa og dafna síðan í skákinni þá færa þau sig upp í efri flokka sem eru þá meira sameinaðir.

Núna eru félögin að fara af stað með aukaæfingar í Kórnum og einnig nemum við land í samvinnu við íþróttafélagið Leikni í efra Breiðholti. Æfingar byrja í næstu viku og standa yfir í fimm vikur (til 1.mars). Ef vel gengur þá munum við halda áfram með æfingarnar.

Svona verða æfingatímarnir:

  • Þriðjudaga kl 16:30 – 17:30  : Kórinn íþróttahús (stofa í anddyrinu sem Hörðuvallaskóli er með)
  • Miðvikudaga kl 17:15 – 18:15 : Leiknisheimilið í Austurbergi í Breiðholti
  • Fimmtudaga kl 16:30 – 17:30  : Kórinn íþróttahús (stofa í anddyrinu sem Hörðuvallaskóli er með)

Erum svo í viðræðum við ÍR um æfingar í Seljahverfi og vonandi verða þær líka að veruleika.

- Auglýsing -