Tilefnið getur ekki verið merkilegra – þann 26. janúar á fyrsti stórmeistari okkar íslendinga. Friðrik Ólafsson, afmæli. Hann verður 84 ára gamall og er lifandi vitnisburður um það að skákmenn bera aldurinn yfirleitt vel – sérstaklega ef þeir byrja ungir að tefla. Annar öldungur á líka afmæli á næstu dögum – nefnilega Skákfélag Akureyrar sem verður 100 ára þann 10. febrúar nk. Við erum því á sögulegum nótum, en ekki síður hugum við að nútímanum og unga fólkinu.

Stórmótið verður sumsé haldið laugardaginn 26. janúar í sal Brekkuskóla og hefst kl. 10.  Tefldar verða 7 umferðir með 7 mínútna umhugsunartíma. Fyrirhugað er að telft verði í tveimur flokkum:

a. börn fædd 2010 og síðar

b. börn fædd 2009 og fyrr

Fjölmörg verðlaun verða í boði, í a.m.k. fjórum flokkum aldursflokkum, auk þess sem allir þátttakendur fá viðurkenningu.

Gott er að mæta tímanlega; skráning hefst á skákstað kl. 9.30

- Auglýsing -