A-sveit Fjölnis er á toppnum. Mynd: Helgi Árnason

Taflmennska í fyrstu deild Íslandsmóts skákfélaga hefst í kvöld í Rimaskóla. Skákdeild Fjölnis hefur hálfs vinnings forskot á Skákfélagið Hugin. Í þriðja sæti er svo Víkingaklúbburinn sem á eftir báðar toppsveitirnir og getur heldur betur galopnað stöðuna.

Aðrar deildir hefjast á morgun

Umferðir eru sem hér segir:

  • Fimmtudagurinn, 28. febrúar kl. 19:30 – aðeins fyrsta deild
  • Föstudagurinn, 1. mars, kl. 20:00 – allar deildir
  • Laugardagurinn, 2. mars, kl. 11 og 17 – allar deildir

Kl. 22 á laugardagskvöldið verður verðlaunaafhending mótsins í Bryggjunni, brugghúsi.

Mótstaflan í fyrstu deild

Staðan eftir 5 umferðir

2. deild

Skákdeild Hauka og b-sveit Skákfélag Akureyrar eru jöfn og efst. Skákfélag Selfoss og nágrennis er í þriðja sæti.

Afar jöfn deild en aðeins munar 4½ vinningi á efstu og neðstu sveit.

Staðan á Chess-Results.

3. deild

B-sveit Taflfélag Garðabæjar er efst með fullt hús. Skákfélag SauðárkróksTaflfélag Akraness og Skáksamband Austurlands eru í 2.-4. sæti.

Staðan á Chess-Results.

4. deild

Ungmennasamband Borgarfjarðar er í forystu með fullt hús. B-sveit Hróka alls fagnaðad-sveit Taflfélags Reykjavíkur og b-sveit Skákdeildar KR eru í 2.-4. sæti.

Staðan á Chess-Results.

Upplýsingar um styrkleikaraðaða lista, form og keppendaskrár. 

 

- Auglýsing -