Vormót/Lokahóf Skákdeildar Breiðabliks verður haldið í Stúkunni við Kópavogsvöll föstudaginn 10.maí og hefst kl 16:00. Er ætlað öllum iðkendum hjá Skákdeild Breiðabliks sem hafa stundað æfingar hjá Skákdeildinni í vetur (eru skráðir í Nóra).
Tefldar verða átta umferðir með tímanum 4 min + 2 sek á leik.
Eftir mótið verður pizzuveisla í boði Castello Pizzeria.

Tvenn verðlaun verða veitt í eftirfarandi flokkum:
7 ára og yngri (2012-)
8 ára (2011)
9 ára (2010)
10 ára (2009)
11-13 ára (2008-2006)
14 ára og eldri (2005+)
Miðað er við árgang.

Einnig mun Síminn gefa happadrættisvinninga.

Bæði yngri og eldri tefla saman í mótinu og reiknað er með að því ljúki c.a. 18:00 og þá tekur við pizzaveisla og verðlaunaafhending. Öll herlegheitin ættu að klárast c.a. 18:30-18:45.

Á mótinu verður einnig frumsýning á nýjum búningi Skákdeildarinnar sem mun að öllum líkindum verða eftirtektaverður á skákmótum næsta vetur !

Skráning fer fram hér:

 

 

 

 

- Auglýsing -