Keppendur á Vormótinu.

Mótið markar lok vetraræfinganna og fór fram föstudaginn 11. maí. Keppt var í mörgum aldursflokkum með veglegum verðlaunum og pizzaveislu í lokin.

Síminn gaf vinninga í happadrætti og Castello Pizzeria bauð þáttakendum uppá pizzu að loknu móti. Mótið var um leið firmakeppni Skákdeildar Breiðabliks og sigraði MótX.

Alls mættu 27 iðkendur skákdeildarinnar og voru tefldar átta umferðir í vorblíðunni.

Úrslit:

7 ára og yngri

 1. Birkir Hallmundarson 5 vinninga
 2. Frosti Steinn Andrason 3,5 vinninga

8 ára

 1. Helgi Þór Atlason 4,5 vinninga
 2. Arnar Freyr Orrason   4 vinninga

9 ára

 1. Guðrún Fanney Breim 5 vinninga
 2. Þórhildur Helgadóttir 3,5 vinninga

10 ára

 1. Ólafur Fannar Pétusson   5 vinninga
 2. Mikael Bjarki Heiðarsson 4 vinninga

11-13 ára

 1. Gunnar Erik Guðmundsson 6 vinninga
 2. Pétur Atlason 5,5 vinninga

14 ára og eldri

 1. Birkir Ísak Jóhannsson 7,5 vinninga
 2. Vignir Vatnar Stefánsson 7,5 vinninga

Heildarúrslit: http://chess-results.com/tnr439387.aspx?lan=1&art=1&rd=8

 

 

- Auglýsing -