Glaðir keppendur Norway Chess-mótsins. Mynd: Lennart Ootes/ Altibox Norway Chess.

Skákhátíðin Norway Chess hófst í gær þegar hraðskákmót hátíðinnar var tefld. Maxime Vachier-Lagrave (2921) vann hraðskákmótið en hann hlaut 7½ vinning í 9 skákum. Vann Magnús Carlsen (2923) rétt eins og hann gerði á Fílabeinsströndunni fyrir skemmstu – tvisvar! Hefur því unnið heimsmeistarann þrisvar sinnum í örð.

Lokastaðan

MVL náði með frammistöðunni toppsætinu á hraðskákstigalita FIDE.

Keppendur gátu valið sér upphafsnúmer á mótinu í sömu röð. Það þýðir að fimm efstu mennirnir hafa 5 hvíta og 4 svarta.

Röðun fyrstu umferðar:

  • Aronian-Grischuk
  • Carlsen-Anand
  • Mamedyarov-Caruana
  • Vachier-Lagrave vs. Yu Yangyi
  • Ding Liren vs. So

Fyrirkomulag mótsins verður afar óvenjulegt. Tímamörkin er miklu hraðari en hefðbundið er. Keppendur á 2 klukkustundir á alla skákina og 10 sekúndur á leik eftir 40 leiki. Tímastjórnun er því afar mikilvæg.

Sé niðurstaðan jafntefli niðurstaðan verður tefldur bráðabani (armageddon) þar sem teflt er með sömu litum og í kappskákinn. Hvítur fær 10 mínútur en svartur fær sjö mínútur.

Stigagjöf er sem hér segir:

  • Sigur í kappskák: 2 stig
  • Jafntefli í kappskák og sigur í bráðabana: 1,5 stig
  • Jafntefli í kappskák og tap í bráðabana: 0,5 stig
  • Tap í kappskák: 0 stig

Sjá nánar á Chess.com.

Fyrsta umferðin hefst kl. 15.

- Auglýsing -