Sigurður Ingason var í banastuði í mótinu. Vann 3 skákir í röð og hækkaði langmesta allra. Mynd: Skák.is/Gerd Densing.

Það gekk vel í fimmtu umferð EM taflfélaga sem fram fór í gær í Svartfjallalandi. Bæði Taflfélag Reykjavíkur og Víkingaklúbburinn unnu sannfærandi sigra. Víkingaklúbburinn vann stórsigur, 5-1, á írskri sveit. Artur jakubiec, Björn Þorfinnsson, Davíð Kjartansson og Sigurður Ingason unnu sínar skákir en öðrum skákum lauk með jafntefli.

TR vann einnig stórsigur, 4½:1½, á belgískri sveit. Guðmundur Kjartansson, Helgi Áss Grétarsson, Ingvar Þór Jóhannsson og Omar Salama unnu sínar skákir.

Úrslit 5. umferðar

TR hefur 6 stig og eru í 30. sæti en Víkingar hafa 5 stig og eru í 36. sæti.

TR mætir serbnesku sveitinn Gloven Ruma sem er grjóthörð. Með fimm stórmeistarara innanborðs og stigahærri en TR á fimm borðum af sex.

Víkingaklúbburinn mætir heimamönnunum í Buducnost. Sú sveit er heldur sterkari á pappírnum en sveit Íslandsmeistarana. Edyta Jakubiec hvílir hjá Víkingunum í dag. Gunnar Freyr Rúnarsson kemur inn og Sigurður Ingason heldur stöðu sinni enda vann hann góðan sigur í gær.

Mótshaldarar hafa tekið sig á varðandi úrslitaþjónustu. Hægt er að fylgjast með hér. Vonandi verður a.m.k. önnur viðureign íslensku liðanna í beinni. Jafnvel báðar.

Pörun sjöttu umferðar

- Auglýsing -