Meðal viðburða á Ísey skyr skákhátíðinni á Hótel Selfossi, verður sérstakt Barna-hraðskákmót. Mótið fer fram laugardaginn 23. nóvember. Áætlaður mótstími er frá kl. 10.30-12.30.

Mótið er opið öllum krökkum á grunnskólaaldri. Veitt verða verðlaun fyrir þrjá aldursflokka. Einnig verða óvæntir glaðningar fyrir alla keppendur. Skráning í mótið hefst klukkan 10.00 laugardaginn 23. nóvember á keppnisstað. Teflt verður í norðursal hótelsins á annari hæð.

 

- Auglýsing -