Ísey-skákhátíðin var sett á glæsilegan hátt á Selfossi í gær. Dagskrá mótsins hófst í gær með málþingi um stöðu skákarinnar. Í kjölfarið var mótið sett. Mennta- og menningarmálaráðherra, Lilja Alfreðsdóttir, var viðstödd og hélt mikla hvatningarræðu til skákhreyfingarinnar. Guðni Ágústsson fór á kostum. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Árborgar, hélt erindi og lýsti yfir mikilli ánægju með skákhátíðina og starf SSON.Meðal annars voru sýndir glæsilegur verðlaunagripur sem veittur verður siguvegara opna Suðurlandsmótsins. Oddgeir Ottesen, framkvæmdastjóri mótsins, kynnti keppendur til leiks.

Vert er að minna á afmælisrit Skákfélags Selfoss og nágrennis sem finna má ýmsar upplýsingar um mótið og meðal annars farið fyri sögu verðlaungripana. Blaðið má finna hér á PDF.

Dregið var um töfluröð en númer keppenda voru geymd í Ísey-skyrdósum! Allir íslensku keppendurnir fá stigahærri andstæðinga í dag. Röðun fyrstu umferðar sem hefst kl. 17 er sem hér segir:

Friðrik Ólafsson leikur fyrsta leik mótsins.

Vert er að vekja athygli á dagskrá mótsins og sérviðburðum þess.

Yfirlit um helstu sérvibðurði

Fréttatilkynning um mótið.

Heimasíða mótsins

- Auglýsing -