Það virðist fátt geta stöðvað stórmeistarann Hjörvar Stein Grétarsson á Opna Suðurlandsmótinu. Hann vann í kvöld sínan fimmtu skák í röð og nú gegn Vigni Vatnari Stefánssyni. Það er aðeins Jón Viktor sem nær að halda sig í seilingarfjarlægð vinningi á eftir Hjörvari. Jón Viktor lagði Pétur Pálma Harðarson í umferð kvöldsins.

Pétur Pálmi Harðarson hefur klifið stigalistann síðustu misseri. Hann hefur sýnd góða spretti á Opna Suðurlandsmótinu og menntaðar riddaratilfærslur. Hann lagði Davíð Kjartansson í síðustu umferð en varð að lúta í dúk gegn Jóni Viktori í fimmtu umferðinni.

Björn Þorfinnsson mætti aftur til leiks eftir þrjár hjásetur vegna utanlandsferðar. Björn lagði Gauta Pál að velli í endatafli en Björn hefur verið sleipur í þeim undanfarið. Því miður nær Björn ekki að klára mótið sökum anna.

Björn Þorfinnsson sýndi enn og aftur mátt sinn í endatafölum gegn Gauta Páli. Vegna anna í vinnu nær Björn því miður ekki að klára mótið.

 

Áhorfendur létu sjá sig í kvöld á Selfossi

FIDE meistarinn knái Guðmundur Gíslason lagði svo nafna sinn Guðmund Kjartansson í mikilli baráttuskák. Freslingi svarts á e2 þyrlaði ryki í Guðmund hinn yngri og sá eldri hafði að lokum mann úr klafsinu og sigldi vinningnum í hús.

Guðmundur Gíslason hafði betur í skák “Gummana” eftir mikla og langa baráttu. Gummi mætir Hjörvar í sjöttu umferð.
Vignir virtist sigla lygnan sjó lengst af skákar en Hjörvar sýndi stórmeistarastyrleikann þegar leið á.

Skákir 5. umferðar sem voru í beinni útsendingu (veljið skák með bláa þrípunktinum)

Úrslit 5. umferðar

 

Staðan að loknum 5 umferðum

 

Pörun 6. umferðar

 

Mótið á Chess-Results

- Auglýsing -