Taflfélag Reykjavíkur vann öruggan sigur á Íslandsmóti unglingasveita fram fór laugardaginn 7. desember í Garðaskóla í Garðabæ. Sveitin fékk þrem vinningum meira en helsti andstæðingurinn, Skákdeild Breiðabliks. Réðu þar mestu góður sigur á Blikum, 3-1, í annarri umferð. B-sveit Breiðabliks varð í þriðja sæti.

Sigursveit Íslandsmeistarara Taflfélags Reykjavíkur skipuðu:

 1. Batel Goitom Haile 4½ af 7
 2. Benedikt Þórisson 6½ af 7
 3. Kristján Dagur Jónsson 6 v. af 7
 4. Ingvar Wu Skarphéðinsson 7 v. af 7

Liðsstjóri var Daði Ómarsson

Lið a-sveitar Breiðabliks sipuðu

 

Silfurlið Breiðabliks ásamt liðsstjóra.
 1. Benedikt Briem 7 v. af 7
 2. Gunnar Erik Guðmundsson 5 v. af7
 3. Örn Alexandersson 4 v. af 7
 4. Óttar Örn Bergmann Sigfússon 5 v. af 7

Liðsstjóri var Birkir Karl Sigurðsson

Lið b-sveitar Breiðabliks skipuðu

 

B-liðið Breiðabliks fékk bronsið. Tómas Möller vantar á myndina.
 1. Ísak Orri Karlsson 3 v. af 7
 2. Tómas Möller 4½ af 7
 3. Þorsteinn Jakob F Þorsteinsson 6 v. af 7
 4. Guðrún Fanney Briem 4 v. af 7

Liðsstjóri var Birkir Karl Sigurðsson.

TR vann keppni c- og d-lið og Breiðablik vann keppni e-liða

Borðaverðlaun hlutu:

Borðaverðlaunahafarnir.
 1. Benedikt Briem, Breiðabliki, 7 v. af 7
 2. Benedikt Þórisson, TR-a, og Jón Louie Thoroddsen, TR-e 6½ af 7
 3. Kristján Dagur Jónsson, TR-a og, Þorsteinn F. Þorsteinsson, Breiðablik-b 6 v af 7
 4. Ingvar Wu Skarphéðinsson, TR-a 7

Borðaverðlaunar hafa geta valið á milli þess að fá frí þátttökugjöld á áskorendaflokk Íslandsmótsins í skák sem fram fer í Garðabæ í mars-apríl eða skákklukku (DGT2020). Auðveldast er fyrir borðaverðlaunahafa að hafa samband í tölvupósti í netfangið skaksamband@skaksamband.is.

Átján sveitir tóku þátt en aðeins frá fimm félögum. All mörg félög sem hafa unglingastarfsemi tóku ekki þátt. Vonandi að félög sjái ástæðu til að taka þátt í þessu skemmtilega móti að ári.

Lokastaða mótsins

Mótshaldið var í öruggum höndum Taflfélags Garðabæjar nú sem endranær.

Umfjöllun um mótið, frá sjónarhóli TR, má finna á heimasíðu félagsins.

- Auglýsing -