Guðmundur Kjartansson er efstur ásamt Degi á Skákhátíð MótX.

Guðmundur Kjartansson (2448) vann indverska stórmeistarann Bharathakoti (2523) í lokaumferð alþjóðlega mótsins í Barcelona sem fram fór í gær. Guðmundur hlaut 6 vinninga í umferðunum 9. Árangurinn hans samsvaraði 2592 skákstigum Guðmundur hækkar um 18 stig fyrir frammistöðu sína. Gummi náði stórmeistraáfanga þeim fjórða sem hann nær.

Á morgun hefst annað mót í Barcelona sem heitir Sunway Sitges International Chess Festival. Í því móti teflir einnig stórmeistarinn Hannes Hlífar Stefánsson (2538).

Vignir Vatnar Stefánsson (2341) vann Frakkann Steven Le Pen (2045) í lokaumferðinni og hlaut 3½ vinning.

- Auglýsing -