Alireza Firouzja vann Anish Giri. Mynd: Tata Steel

Hinn 16 ára landlausi Írani, Alireza Firouzja (2723), er í miklum ham á Tata Steel-mótinu. Í gær héldu keppendur til Eindhoven og tefldu þar í stúkunni. Já það er ekki bara teft í stúkunni í Kópavogi.

Spilaður var fótbolti í fyrradag. Þar hafði lið Magnúsar Carlsen betur gegn liði Loek van Wely 8-5.

Snúum okkur aftur að skákinni. Firouzja vann heimamanninn Anish Giri. Aldursforsetinn Vishy Anand vann Jeffery Xiong. Þriðji elsti keppandi mótsins, ríflega 20 árum yngri en Anand, heimsmeistarinn Magnús Carlsen, gerði jafntelfi við Daniil Dubov.

Norðmaðurinn er í 6.-10. sæti með 2½. Caruana, Van Foreest og Artemiev eru í 3.-5. sæti með 3 vinninga.

Sjá nánar á Chess.com.

- Auglýsing -