Skákdeild Breiðabliks sigraði Taflfélag Reykjavíkur 473- 334 í liðakeppni félaganna sem fram fór á chess.com, fyrr í dag. Þátttakendur voru alls 52, 30 frá Breiðablik og 22 frá TR, allt iðkendur undir 16 ára. Teflt var svokallaða Arena-mót og söfnuðu liðsmenn stigum fyrir sín félög.

Keppnin var hörð, jöfn og spennandi allt frá byrjun. Keppendur skiptust á að deila efsta sætinu en þegar leið á mótið sigu Blikar fram úr TR-ingum og lönduðu að lokum verðskulduðum sigri.

Stigahæstu liðsmenn Skákdeildar Breiðabliks voru Óttar Örn (43 stig), Benedikt Briem (41), Mikael Bjarki (38) og Arnar Logi (38). Stigahæstu liðsmenn TR voru Batel (45), Benedikt Þóris. (38), Adam (32) og Kristján Dagur (29).

Stigafjöldi einstakra liðsmanna og lokastaðan:

Kristófer Gautason formaður Skákdeildar Breiðabliks og Björn Ívar Karlsson þjálfari framhaldshóps TR stóðu að keppninni. Stefnt er að því að framhald verði á keppni félaganna.

- Auglýsing -