Mun Maxime Vachier-Lagrave stela senunni í Katrínarborg? Mynd: Maria Emelianova/Chess.com.

Frakkinn viðkunnanlegi, Maxime Vachier-Lagrave, er kominn í forystu á áskorendamótinu í Katrínarborg í Rússlandi. Hann vann heimamanninn Ian Nepomniachtchi í dag eftir sá síðarnefndi hafði teflt Winaver-afbrigði frönsku varnarinnar á móti Frakkanum. Og til að kóróna byrjunarvalið þá er afbrigðið kennt við C19 í byrjunarbókum. Nepo sá eiginilega ekki aldrei til sólar í skákinni og var yfirspilaður af Vachier-Lagrave.

Af hverju tefldi ég Frakkann gæti Nepo verið að velta fyrir sér. Mynd: Maria Emelianova/Chess.com

MVL kom aðeins inn í mótið í með hálfs mánaðar fyrirvara þegar Radjabov afþakkaði þátttöku þar sem honum þótti öryggið sitt og annarra keppenda ekki nógu vel tryggt vegna Covid-19 í Katrínarborg. Maxime er án aðstoðarmanns á staðnum á mótinu.

Öðrum skákum lauk með jafntefli. MVL og Nepo hafa vinningsforskot á næstu menn – sem er reyndar helmingur keppenda. Staða MVL er töluvert betri því að innbyrðisúrslit eru fyrstu oddastig verði keppendur jafnir og efstir. Þeir mætast í lokaumferðinni þann 3. apríl í skák sem gæti hæglega verið úrslitaskák mótsins.

Staðan

 

Mótið er nú hálfnað og hefst síðari hlutinn á morgun. Þá mætast:

Caruana-Vachier-Lagrave, Wang-Ding, Nepomniachtchi-Giri, Alekseenko-Grischuk.

- Auglýsing -