Miðvikudaginn 25. mars verður 2 klukkutíma “Arena” hraðskákmót. Notast verður við tímamörkin 3 mínútur + tvær sekúndur á leik.

Arena mót á Chess.com fara þannig fram að parað er um leið og keppendur ljúka skákum sínum (velji þeir að smella á “next game”). Það er hægt að taka sér pásu með því að bíða með að smella á next game.

Í þessum mótum er enginn umferðafjöldi, heldur gildir bara að vinna sem flestar skákir á þeim tíma sem mótið tekur. Mótsklukkan er stillt á 120 mínútur og lýkur mótinu þegar hún rennur út.

Til þess að flækja málið lítillega, þá eru bónusstig fyrir að vinna margar skákir í röð. Það getur því borgað sig að anda djúpt og reyna að vinna til að fá fleiri stig fyrir skákina, eða reyna að tefla hratt og ná sem flestum skákum.

STIGAGJÖFIN ER SVONA

2 stig fást fyrir að vinna skák, 1 fyrir jafntefli og 0 fyrir tap. 3 stig fást fyrir að vinna aðra skákina í röð og 4 stig fyrir að vinna þriðju skákina í röð og allar sem vinnast í röð eftir það.

Nánar um Arena mót

- Auglýsing -