Davíð Kjartansson að tafli á Skákþingi Reykjavíkur. Mynd: Heimasíða TR/Þórir Benediktsson.

Átakið Sókn er besta vörnin hélt áfram í gær þegar þriðjudagsmót (TR) fór fram á Chess.com. 45 keppendur tóku þátt á öllum aldri. Allt frá kornungum skákmönnum og til skákmanna á níræðisaldri. Enda er skák fyrir alla. Tefldar voru 4 umferðir með tímamörkunum 15+5 þeim sömu og tefldar eru (voru) á þriðjudagsmótum TR í raunheimum.

Alþjóðlegi meistarinn Davíð Kjartansson kom sá og sigraði og hlaut fullt hús vinninga. Hlaut að launum 10.000 inneign á Barion. Stórmeistarinn Hjörvar Steinn Grétarsson og danski FIDE-meistarinn og KR-ingurinn Sören Bech Hansen urðu í 2.-3. sæti með 3,5 vinninga.

Mótaröðin heldur áfram í kvöld, en er teflt 3+2 Arena mót.

Röð efstu manna

 1. FM Davíð Kjartansson 4 v. af 4
 2. GM Hjörvar Steinn Grétarsson 3,5 v.
 3. FM Sören Bech Hansen 3,5 v.
 4. FM Guðmundur S. Gíslason 3 v.
 5. zyess 3 v.
 6. Pétur Pálmi Harðarson 3 v.
 7. Eiríkur Björnsson 3 v.
 8. JMackieqpr
 9. Þórarinn Sigþórsson 3 v.
 10. Jóhann Skúlason 3 v.
 11. Lenka Ptácníkóvá

Greinarhöfundur veit ekki hverjir standa á bakvið notendanöfnin zyess og JMackieqpr.

Lokastaðan og skákir mótsins

Dagskrá kvöldsins

Hraðskákmót 3+2. Arena mót í 2 klukkutíma

Nánar um netskák

- Auglýsing -