Benedikt Briem

Benedikt Briem, sem er stigahæsti grunnskólanemandi landsins, kom sá og sigraði í þrettánda Skólanetskákmótinu. Og þrátt fyrir að vinna með fullu húsi þá var honum veitt mikil keppni. Fréttaskrifari hefur fylgst með taflmennsku í mótaröðinni í allan vetur og hefur séð stöðugar framfarir hjá öllum keppendum. Núna eru þeir sterkustu orðnir mjög þroskaðir og öflugir skákmenn. Spái því að þegar samkomubanni líkur og þessir efnilegu skákmenn fara að tefla við minna netvædda skákmenn þá munu hinir síðarnefndu fara halloka.  Enda eru flestir af sterkustu skákmönnum heimsins í dag sannkallaðir synir netsins.

  1. Benedikt Briem       8.bekk Hörðuvallaskóla      7 vinninga af 7
  2. Matthías Björgvin Kjartansson        5.bekk Landakotsskóla      5.5 vinninga
  3. Sölvi Guðmundsson        10.bekk Hagaskóla      5.5 vinninga

Nánar: https://www.chess.com/tournament/live/april3-1194363

Teflt var í einum flokki, en sigurvegarar urðu þeir sem náðu bestum árangri í hverjum bekk.

Alls verða mótin sextán í vetur og þeir sem ná bestum árangri keppa um tvo ferðavinninga að verðmæti 50þús fyrir bestan árangur í mótaröðinni. Í þeim potti keppa allir saman. Fyrri ferðavinningurinn er fyrir bestan árangur í tólf bestu mótunum (dregið ef margir verða jafnir að stigum) og sá seinni fyrir bestan árangur í fimm bestu mótunum (dregið ef margir verða jafnir að stigum). Einungis er hægt að vinna einn ferðavinning.

Gefin eru mótaraðarstig í hverju móti þannig að efsti maður í hverjum bekk hlýtur 12 stig, annar maður 10, sá þriðji 8, fjórði 7 og svo áfram niður uns sá tíundi hlýtur 1 stig.

Næsta mót verður sunnudaginn 26.apríl kl 17:00.

Heimasíða Skólanetskákmóts Íslands 2019-20 er á: https://www.chess.com/club/skolanetskak

Staðan í mótaröðinni

 

- Auglýsing -