Mynd af heimasíðu Chess24.

Í gær hófst Magnus Carlsen Invitational á Chess24-vefþjóninum. Átta skákmenn taka þátt. Mótið virkar þannig að kapparnir tefla fjögurra skáka einvígi. Sá sem vinnur fær 3 stig og hinn ekkert. Fari einvígið 2-2 er tefld heimsendaskák (armageddon). Sá sem vinnur hana fær 2 stig en sá sem tapar fær 1 stig.

Í gær var tefldi fyrri hluti fyrstu umferðar. Fjögurra skáka einvígi heimsmeistarans frá Noregi og Nakamura fór  í heimsendaskák. Þar hafði Carlsen betur. Ding Liren hefur greinilega náð sér eftir sótthvína í Rússlandi og vann Alireza Firouzja 2,5-1,5.

Ding hefur því 3 stig, Carlsen 2, Nakamura 1 og Firouzja 0. Í dag er tefld síðari hluti fyrstu umferðar.

Þá mætast annars vegar Caruana og Nepomniachtchi og hins vegar Maxime Vachier-Lagrave og Anish Giri. Taflmennskan hefst kl. 14. Skákmennirnir hafa 15 mínútnur á hverja skák.

Nánar á Chess24.

- Auglýsing -