Hikaru Nakamura (2829) er kominn í úrslit Boðsmóts Magnúsar Carlsen eftir sigur á Fabiano Caruana (2773) í fyrri viðureign undanúrslita í gær. Eftir atskákirnar fjórar (15+10) var staðan 2-2. Þá voru tefldar tvær hraðskákir (5+3) og þær vann Nakamura báðar og því samtals 4-2.

Undanúrslitin

Í dag mætast Magnús Carlsen (2881) og Ding Liren (2836) í síðari viðureign undanúrslita. Sigurvegarinn mætir Nakamura í úrslitaeinvígi á morgun.

Taflmennskan hefst kl. 14 alla daga. Tímamörkin eru 15+10.

Nánar á Chess24.

- Auglýsing -