Carlsen vann Gelföndina. Mynd: Chess24.

Magnús Carlsen er í banastuði á móti skákgoðsagnanna sem nú er í gangi á Chess24. Í gær yfirspilaði hann Boris Gelfand 3-0 og hefur 12 stig að loknum fjórum umferðum á mótinu. Ian Nepomniachtchi er annar með 11 stig eftir sigur á Vassily Ivanchuk með minnsta mun. Peter Svidler er þriðji með 9 stig eftir naumt tap gegn Ding Liren sem hafði tapað öllum viðureignum þar til gær. Vladimir Kramnik lagði Peter Leko að velli og er fjórði með 7 stig.

Úrslit 4. umferðar. Mynd: Chess24.

Fimmta umferð fer fram í dag og hefst kl. 14. Þá teflir Carlsen við Ivanchuk og Nepo og Svilder mætast. Það gæti líka verið athyglisvert að fylgjas með Kramnik og Ding.

Nánar um umferð gærdagsins á Chess24.

Staðan eftir fjórar umferðir. Mynd: Chess24.

Mótið hefst með því að allir tefla við alla fjögurra skáka atskákeinvígi (15+10). Sigurvegari hvers einvígis fær 3 stig en verði jafnt verður tefldur bráðabani. Komi til bráðabana fær sigurvegarinn 2 stig en sá sem tapar fær 1 stig. Undankeppinni lýkur 29. júlí. Fjórir efstu komast í útsláttarkeppni sem fram fer 31. júlí – 5. ágúst.

Heimasíða mótsins. 

- Auglýsing -