Útsjónarsamur Hilmir Freyr náði jafntefli gegn Stellan Brynell fjórum peðum undir. — Morgunblaðið/Heimasíða

FIDE-meistarinn Hilmir Freyr Heimisson (2309) er meðal keppenda á alþjóðlegu móti í Kaupmannahöfn sem fram fer 22.-26. júlí. Mótið ber nafnið Copenhagen Chess Challenge og er túrbó-mót. Tefldar eru tvær umferðir á dag. Hilmir Freyr hefur hlotið 3,5 vinning eftir 5 umferðir.

Árangur Hilmis það sem af er móti.

Tvær umferðir fara fram í dag. Sú fyrri hófst kl. 8 og sú síðari hefst kl. 13:30. Mótinu lýkur á morgun með tveimur umferðum.

- Auglýsing -