Ding Liren vann Magnús Carlsen. Mynd: Chess24.

Lokamótið í mótasyrpu Magnúsar Carlsen hófst í gær á Chess24 með miklum látum! Ding Liren vann heimsmeistarann eftir afar spennandi einvígi sem fór í bráðabana. Kínverjinn vann fyrstu skákina en heimsmeistarinn jafnaði metin strax í næstu skák. Ding vann einnig fyrir hraðskákina en aftur jafnaði Carlsen metin. Í bráðabanaskákinni hafði Liren svart og knúði fram jafntefli sem dugði til sigurs.

Einvígi Daniil Dubov og Hikaru Nakamura var einnig afar spennandi. Rússinn vann fyrstu skákina. Bandaríkjamaðurinn vann tvær næstu skákir en Dubov náði að kreista fram framlengingu. Þar hafði Hikaru betur.

Nánar um gang mála í gær á Chess24. Einvígi nr. 2 er teflt í dag.

Alls verða tefld fimm einvígi í undanúrslitum (sá vinnur sem fyrr vinnur 3 einvígi), sem fram fer í 9.-13. ágúst, og allt að sjö einvígum í úrslitum (sá vinnur sem fyrr vinnur fjögur einvígi). Úrslitin fara fram 14.-20. ágúst.

Tefldar eru fjórar atskákir (15+10). Ef jafnt þá eru tefldar tvær hraðskákir (5+3). Ef enn jafnt þá er tefldur bráðabani (hvítur hefur fimm mínutur og en svartur fjórar) þar sem svörtum dugar jafntefli til sigurs.

- Auglýsing -