Mynd frá Chess24.

Magnús Carlsen vann öruggan sigur á Ding Liren í öðru einvígi þeirra í undanúrslitum lokamóts mótasyrpu Magnúsar og jafnaði þar með metin. Hikaru Nakamura vann Daniil Dubov öðru sinni og þarf nú aðeins sigur í einu einvígi til viðbótar til trygga sig í úrslitin.

 

Nánar um gang mála í gær á Chess24. Veislan heldur áfram í dag. Tekst Ding að setja pressu á Magnús? Nær Dubov að halda baráttunni gegn Nakamura lifandi?

Alls verða tefld fimm einvígi í undanúrslitum (sá vinnur sem fyrr vinnur 3 einvígi), sem fram fer í 9.-13. ágúst, og allt að sjö einvígum í úrslitum (sá vinnur sem fyrr vinnur fjögur einvígi). Úrslitin fara fram 14.-20. ágúst.

Tefldar eru fjórar atskákir (15+10). Ef jafnt þá eru tefldar tvær hraðskákir (5+3). Ef enn jafnt þá er tefldur bráðabani (hvítur hefur fimm mínutur og en svartur fjórar) þar sem svörtum dugar jafntefli til sigurs.

- Auglýsing -