Verðlaunahafar á Meistaramóti Skákskólans. Mynd: GB

Gunnar Erik Guðmundsson vann sigur á Meistaramóti Skákskóla Íslands (u15) sem fram fór um helgina, 5. og 6. september í Viðey. Mótið var æsispennandi og fyrir lokaumferðina voru Gunnar Erik og Benedikt Briem jafnir og efstir. Gunnar Erik vann Adam Omarsson en Batel Goitom Haile vann Benedikt. Batel tók annað sætið og Benedikt varð þriðji.

Röð efstu manna:

Iðunn Helgadóttir fékk stúlknaverðlun. Markús Orri Jóhannsson varð efstur þeirra sem hafa 1200 stig eða minna, Guðrún Fanney Briem önnur og Árni Ólafsson þriðji.

Mótið veitti jafnframt réttindi til að komast í lið Íslands á EM ungmenna í flokkum u12 og u14. Eftirtaldir áunnu sér keppnisrétt

u14-strákar: Gunnar Erik Guðmundsson og Ingvar Wu Skarphéðinsson. Benedikt Briem hafði rétt sem stigahæsti strákur

u-14 stelpur: Iðunn Helgadóttir. Batel hafði rétt fyrir rétt sem stigahæsta stúlka.

u12-strákar: Matthías Björgvin Kjartansson og Mikael Bjarki Heiðarsson. Markús Orri Óskarsson hafði rétt fyrir sem stigahæsti strákur.

u-12 stelpur: Emiliía Embla B. Berglindinardóttir. Guðrún Fanney hafði fyrir rétt sem stigahæsta stúlka.

Mótsstjóri var Helgi Ólafsson og Páll Sigurðsson var yfirdómari mótins. Auk þeirra komu Bragi Þorfinnsson og Lenka Ptácníková að mótshaldinu.

Heildarstöðuna má finna á Chess-Results.

Nokkrar svipmyndir frá vettvangi seinni dags mótsins.


 

 

- Auglýsing -